TAG Mynd

Hvað er Bárðarbunga stór?

Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir M5,0 að stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er…

Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær…

Hitamynd af eldgosinu í Holuhrauni

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af svipuðum krafti og undanfarna daga og enn er ekkert lát á sigi öskju Bárðarbungu. Rúmmál sigskálarinnar er nú metið 0,6 rúmkílómetrar. Nánar má lesa um niðurstöður fundar Vísindamannaráðs almannavarna, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði í morgun í tengslum við FutureVolc rannsóknarverkefnið, hér á síðunni. Nánar má lesa…

Eldgosið í Holuhrauni – myndir

Ekkert lát virðist vera á eldgosinu í Holuhrauni. Hraunbreiðan stækkar enn og samkvæmt nýjustu mælingum er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Samkvæmt vísindamönnum á vettvangi rennur hraunið nú norðan við hraunjaðarinn til norðausturs. Enn kemur mikið upp af brennisteinsdíoxíði með eldgosinu. Vísindamenn á vettvangi telja að 90% gas efnanna komi upp um gígana en aðeins…

Áhrifasvæði loftmengunar í dag

Líklegt áhrifasvæði loftmengunar frá jarðeldunum í Holuhrauni er í dag einkum bundið við landsvæðið nálægt gosstöðvunum og við svæðið til norðausturs, frá Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Í dag er vindur á svæðinu mjög hægur og í slíkum aðstæðum getur mengunin sest fyrir í lægðum í landslagi og náð þar háum styrk. Í…

Myndir úr vísindamannaflugi almannavarna og Veðurstofunnar

Starfsmaður almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og vísindamenn Veðurstofu Íslands flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudaginn var. Eitt af megin verkefnum ferðarinnar var að koma fyrir nýjum GPS mæli á toppi Bárðarbungu. Mælirinn er nú þegar farinn að senda frá sér gögn sem staðfesta að askja Bárðarbungu er að síga um tugi sentimetra…

Myndir úr starfi almannavarna

Hér má sjá þrjár myndir sem Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna tók. Fyrri tvær myndirnar eru teknar uppi á Vatnajökli þegar unnið var að uppsetningu jarðskjálftamæla á jöklinum í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu. Síðasta myndin er tekin við Hrossaborgir þegar ríkislögreglustjóri, Haraldur Jóhannessen, var þar á ferð í tengslum við lokanir á svæðinu norðan Vatnajökuls.…

Mynd af Vatnajökli

Þessi mynd af Vatnajökli var tekin fimmtudaginn 21. ágúst 2014 úr gervihnetti NASA. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort yfirborð jökulsins breytist ef jarðhræringarnar sem nú standa yfir enda með eldgosi í jöklinum. Smellið á myndina til þess að sjá hana í fullri upplausn.