1b. Aðrar kröfur
Valmyndir:
1. Aðalvalmynd: Aðgangsreglur og hættumat fyrir Holuhraun m.m.
1b. Aðrar kröfur (þessi síða)
2. Hættumatsupplýsingar
3. Hættumatskort
4. Umsóknir um aðgang
I. Varnar- og viðvörunarbúnaður
Auk gasgrímu sem verndar gegn SO2 og gasmæli fyrir SO2 sem gefur viðvörun þegar gildi fara yfir vinnuverndarmörk verður súrefnismælir að vera með í för.II. Neysluvatn
Ekki er heimilt að nota vatn á lokaða svæðinu né bræða snjó til neyslu (drykkjar eða suðu) vegna efnamengunar. Þeir sem hafa fengið aðgangsheimild að svæðinu verður að taka með sér hreint vatn í kútum og/eða flöskuvatn.III. Ökutæki:
Yfir vetrarmánuðina nóvember-maí mun ekki veitt heimild til þess að ferðast sé einbíla um lokaða svæðið. Aðgangsleyfi verða ekki gefin út nema að uppfylltum þeim skilyrðum að minnst einn vara- og/eða fylgdarbíll sé með í för hóps um lokaða svæðið.IV. Leyfi frá Vatnajökulsþjóðgarði
IV.1 Þyrlulendingar
Þegar aðgangsleyfi Almannavarna liggur fyrir vegna þyrlulendingar þarf einnig að sækja um lendingarleyfi til Vatnajökulsþjóðgarðs (með tölvupósti til info@vjp.is )IV.2 Kvikmyndataka innan Vatnajökulsþjóðgarðs
Kvikmyndagerð, auglýsingagerð og önnur skyld starfsemi: Öll kvikmyndagerð, auglýsingagerð og önnur slík starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs er háð leyfi viðkomandi þjóðgarðsvarðar, sbr. 1. mgr. 18. gr. reglugerðar nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð.
Þeir sem hafa hug á að stunda kvikmyndagerð, auglýsingagerð eða aðra slíka starfsemi innan þjóðgarðsins skulu fylla út umsókn um leyfi og senda hana til þjóðgarðsvarðar þess rekstrarsvæðis þar sem fyrirhugað er að starfsemin fari fram. Sé fyrirhugað að starfsemin fari fram á fleiri en einu rekstrarsvæði ber að sækja um leyfi til þjóðgarðsvarða viðkomandi svæða.
Sækja skal um leyfi með minnst 30 daga fyrirvara starfi 10 einstaklingar eða fleiri við verkefni, en með 7 daga fyrirvara starfi færri einstaklingar við verkefnið. Sjá: http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/verndun-og-stjornun/leyfisveitingar/Valmyndir:
1. Aðalvalmynd: Aðgangsreglur og hættumat fyrir Holuhraun m.m.
1b. Aðrar kröfur (þessi síða)
2. Hættumatsupplýsingar
3. Hættumatskort
4. Umsóknir um aðgang