4. Umsóknir um aðgang
Valmyndir:
1. Aðalvalmynd: Aðgangsreglur og hættumat fyrir Holuhraun m.m.
1b. Aðrar kröfur
2. Hættumatsupplýsingar
3. Hættumatskort
4. Umsóknir um aðgang (þessi síða)
Umsókn um aðgang að lokunarsvæðinu
Vísindastofnanir geta sent inn fyrirspurn um möguleika á aðgangi að lokunarsvæðinu vegna vísindarannsókna ásamt rannsóknaráætlun og upplýsingum um fjölda vísindamanna auk annarra hugsanlegra þátttakenda og tímabil rannsókna. Ráðgjafahópur vísindamanna metur umsóknir sbr. 4.gr. aðgangsreglnanna.
Aðilar, sem telja sig falla undir skilgreiningu á fjölmiðli skv. 2.gr. aðgangsreglnanna geta sent inn fyrirspurn um möguleika á aðgangi að lokunarsvæðinu ásamt upplýsingum um heildarfjölda gesta (þ.m.t. bílstjórar og leiðsögumenn) og óskaðri dagsetningu fyrir heimsókn.
Fyrirspurnir sendist í tölvupósti til info@sst.is
Eftir að innsendar upplýsingar hafa verið metnar verða umsóknargögn send þeim aðilum, sem teljast uppfylla skilyrði aðgangsreglnanna.
Umsóknir um leyfi eru afgreiddar á milli 09:00 og 15:00 mánudaga til fimmtudaga. Afgreiðslutími eru a.m.k.
tveir virkir dagar.Fréttatilkynning 17. október 2012: smellið á tengilinn → Aðgangur að lokuðum svæðum pr. 17.10.2014
Sjá einnig frétt 17.10.2014: Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni
Valmyndir:
1. Aðalvalmynd: Aðgangsreglur og hættumat fyrir Holuhraun m.m.
1b. Aðrar kröfur
2. Hættumatsupplýsingar
3. Hættumatskort
4. Umsóknir um aðgang (þessi síða)