CATEGORY Bárðarbunga

Nýjar myndir frá Holuhrauni

Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun HÍ flugu yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni á laugardaginn var, 10.01.2015. Með í för var myndatökumaður frá Stöð 2 og hafa myndir hans nú birst í fréttum stöðvarinnar, hér, og í fjölmiðlum út um allan heim. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð. Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 136…

Varpa ljósi á myndun kvikugangs við Bárðarbungu í grein í Nature

Grein eftir hóp íslenskra og erlendra vísindamanna, sem skýrir á ítarlegan hátt myndun kvikugangs frá Bárðarbungu og út í Holuhraun í aðdraganda gossins þar, birtist í dag í vefútgáfu hins virta vísindatímarits Nature. Eldsumbrotin í Holuhrauni hafa nú staðið yfir á fjórða mánuð og fátt bendir til þess að lát verði á þeim á næstunni.…

Íbúafundur á Austurlandi

Í kvöld og á morgun verða tveir íbúafundir á Austurlandi um jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni. Fulltrúar frá Jarðvísindastofnun, Sóttvarnalækni, Veðurstofunni, Umhverfisstofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra munu fjalla um málefni tengd gosinu, þróun jarðhræringanna í Bárðarbungu, áhrif gasmengunarinnar frá Holuhrauni, viðbrögð og fleira tengt, jafnframt því að svara fyrirspurnum fundargesta. Fyrri fundurinn verður klukkan…

Holuhraun, hið nýja, er nú rúmir 72 ferkílómetrar að stærð

„Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur síðustu vikurnar.“ Þessi lýsing á umbrotunum í Holuhrauni er farin að hljóma ansi kunnuglega í eyrum landsmanna, enda hefur eldgosið nú staði yfir í 79 daga og síðustu vikurnar hefur hegðun gossins líðið breyst. Hraun streymir enn uppúr samfelldri gígaröð eða gosrás, sem er…

Myndir af eldgosinu í Holuhrauni – uppfært

Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 57 daga. Hraunbreiðan var síðast mæld fyrir helgi og var hún þá rúmlega 63 ferkílómetrar að stærð. Myndirnar hér fyrir neðan sýna gosið frá mismunandi sjónarhorni. Fyrst er mynd sem Egill Aðalsteinsson tók fyrir Vísir.is, en myndin er birt með góðfúslegu leyfi Vísis. Myndin sýnir vel svart…

Gasmengun á Kirkjubæjarklaustri og í Landbroti

Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) með færanlegum mæli sýna aukinn styrk SO2 á Kirkjubæjarklaustri og í Landbroti og hafa mengunartoppar verið að mælast öðru hverju allt upp í 2600 µg/m3 nú eftir hádegi. íbúar voru hvattir til að  kynna sér leiðbeiningar um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is og…

Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær…

Leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla

Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að…

Hitamynd af eldgosinu í Holuhrauni

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af svipuðum krafti og undanfarna daga og enn er ekkert lát á sigi öskju Bárðarbungu. Rúmmál sigskálarinnar er nú metið 0,6 rúmkílómetrar. Nánar má lesa um niðurstöður fundar Vísindamannaráðs almannavarna, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði í morgun í tengslum við FutureVolc rannsóknarverkefnið, hér á síðunni. Nánar má lesa…