TAG Holuhraun
16.-19. mars, rúmum tveimur vikum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk fór Svarmi ehf ásamt Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands að Holuhrauni. Tilgangurinn var að kortleggja hluta hraunsins með ómönnuðum loftförum. Afraksturinn er m.a. loftmyndir í hárri upplausn, þrívíddarlíkön og hæðarmódel. Vinnsla fer nú fram á gögnunum og er markmið verkefnis að hægt verði að mæla rúmmál…
READ MORE
Á meðan á gosinu í Holuhrauni stóð var oft á tíðum veruleg gasmengun frá gosinu sem hafði áhrif bæði á menn og dýr. Ljóst er að töluvert af mengandi efnum hefur fallið til jarðar á landinu með úrkomu, ýmist í formi rigningar eða snævar. Mengunarefnin geta hæglega safnast fyrir í snjó og losna svo þaðan…
READ MORE
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefur gert smávægilegar breytingar á gildandi lokunarkorti fyrir svæðið norðan Vatnajökuls. Breytingarnar taka þegar gildi.
READ MORE
Málþingið verður haldið kl. 13.oo – 17.oo, mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað. 13.00 – 13.30 Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra 13.30 – 13.50 Almennt…
READ MORE
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir. Nýja lokunarsvæðið nær 20 m út frá norður jaðri nýja hraunsins, að Dyngjujökli í suðri, að farvegi Jökulsár á Fjöllum í austri og að…
READ MORE
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar nú í morgun, laugardaginn 28. febrúar 2015, og sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Eldgosinu í Holuhrauni, sem hófst þann 31. ágúst 2014, er lokið. Nauðsynlegt er að fylgjast áfram mjög vel með Bárðarbungu. Áfram mælist gasmengun frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni. Á þessu stigi hefur ekki verið tekin…
READ MORE
Eins og flestir landsmenn tóku eftir þá var hinn þekkti sjónvarpsþáttur Good Morning America sendur út beint frá Holuhrauni þann þriðja febrúar síðastliðinn. Drónar voru þema þáttarins og var fjallað um þessi fjarstýrðu flygildi út frá ólíkum notkunarmöguleikum þeirra. Eldgosið í Holuhrauni var notað sem dæmi um myndatöku við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður þar…
READ MORE
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við Vini Vatnajökuls hafa sett upp nýja vefmyndavél í Holuhrauni sem sýnir eldgosið frá nýju sjónarhorni. Vefmyndavélin er staðsett vestan við gíginn og snýr í austur. Á henni eru tvær linsur, önnur með víðu sjónarhorni en hin með aðdrætti. Þannig er hægt að fylgjast með þessu ákveðna sjónarhorni bæði vítt og…
READ MORE
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar föstudaginn 30. janúar 2015 og sendi frá sér eftirfarandi yfirlit um þróun umbrotanna í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni. Skjalið, með myndum og gröfum, má nálgast í heild sinni hér á síðunni á pdf formi. Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú…
READ MORE
Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun HÍ flugu yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni á laugardaginn var, 10.01.2015. Með í för var myndatökumaður frá Stöð 2 og hafa myndir hans nú birst í fréttum stöðvarinnar, hér, og í fjölmiðlum út um allan heim. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð. Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 136…
READ MORE