TAG Veðurstofan Íslands

Ráðstefna almannavarnarkerfis Evrópu

Dagana 6. og 7. maí 2015 sóttu fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ráðstefnu almannavarnakefis Evrópu (European Civil Protection Forum), en ráðstefnan er haldin annað hvert ár. Evrópska almannavarnakerfið (European Civil Protection Mechanism) er rekið af Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins en það er þó ekki tengt beinni aðild að Evrópusambandinu sjálfu. Íslendingar hafa til dæmis verið fullgildir aðilar að kerfinu…

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki

Málþingið verður haldið kl. 13.oo – 17.oo, mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað. 13.00 – 13.30 Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra 13.30 – 13.50 Almennt…

Minnkun aðgangsstýrðasvæðisins norðan Vatnajökuls

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir. Nýja lokunarsvæðið nær 20 m út frá norður jaðri nýja hraunsins, að Dyngjujökli í suðri, að farvegi Jökulsár á Fjöllum í austri og að…

Breytt umfangi aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls

Ríkislögreglustjórinn, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa tekið ákvörðun (með tilvísun í 23.gr. í lögum 82/2008 um almannavarnir) um að breyta umfangi aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls.  Ákvörðunin er tekin í samráði við Veðurstofu Íslands, Vatnajökulsþjóðgarð, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni. Í lok janúar skilaði Veðurstofa Íslands nýju hættumati vegna gasdreifingar frá…

Varpa ljósi á myndun kvikugangs við Bárðarbungu í grein í Nature

Grein eftir hóp íslenskra og erlendra vísindamanna, sem skýrir á ítarlegan hátt myndun kvikugangs frá Bárðarbungu og út í Holuhraun í aðdraganda gossins þar, birtist í dag í vefútgáfu hins virta vísindatímarits Nature. Eldsumbrotin í Holuhrauni hafa nú staðið yfir á fjórða mánuð og fátt bendir til þess að lát verði á þeim á næstunni.…

Á morgun, þriðjudaginn 9. desember, verða liðnir 100 dagar frá upphafi eldgossins í Holuhrauni

Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar í morgun, mánudaginn 8. desember, eins og það gerir reglulega þrisvar í viku. Á fundinum í morgun var farið yfir þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar um framvindu eldgossins, en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá ályktaði Vísindamannaráð að líklegast héldi gosið áfram í einhverja mánuði, að…

Yfirlit yfir þróun umbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni

Á fundi Vísindamannaráðs, í dag miðvikudaginn 3. desember, var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa…

Viðvörun – mjög slæm veðurspá fyrir sunnudag og mánudag

Veðurstofan vill vekja athygli á spá um illviðri síðdegis á sunnudag og fram á mánudag. Spár gera ráð fyrir að hraðfara og dýpkandi lægð nálgist landið sunnan úr höfum á sunnudag með vaxandi suðaustanátt, meðalvindhraði víða á bilinu 18-25 m/s síðdegis. Suðaustanáttinni fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir talsverða úrkomu S- og V-lands.…