TAG Mynd

Ráðstefna almannavarnarkerfis Evrópu

Dagana 6. og 7. maí 2015 sóttu fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ráðstefnu almannavarnakefis Evrópu (European Civil Protection Forum), en ráðstefnan er haldin annað hvert ár. Evrópska almannavarnakerfið (European Civil Protection Mechanism) er rekið af Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins en það er þó ekki tengt beinni aðild að Evrópusambandinu sjálfu. Íslendingar hafa til dæmis verið fullgildir aðilar að kerfinu…

Tölvugert þrívíddarmyndband af gígunum í Holuhrauni

16.-19. mars, rúmum tveimur vikum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk fór Svarmi ehf ásamt Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands að Holuhrauni. Tilgangurinn var að kortleggja hluta hraunsins með ómönnuðum loftförum. Afraksturinn er m.a. loftmyndir í hárri upplausn, þrívíddarlíkön og hæðarmódel. Vinnsla fer nú fram á gögnunum og er markmið verkefnis að hægt verði að mæla rúmmál…

Sjónvarpsþátturinn Good Morning America sendur út frá Holuhrauni

Eins og flestir landsmenn tóku eftir þá var hinn þekkti sjónvarpsþáttur Good Morning America sendur út beint frá Holuhrauni þann þriðja febrúar síðastliðinn. Drónar voru þema þáttarins og var fjallað um þessi fjarstýrðu flygildi út frá ólíkum notkunarmöguleikum þeirra. Eldgosið í Holuhrauni var notað sem dæmi um myndatöku við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður þar…

Nýjar myndir frá Holuhrauni

Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun HÍ flugu yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni á laugardaginn var, 10.01.2015. Með í för var myndatökumaður frá Stöð 2 og hafa myndir hans nú birst í fréttum stöðvarinnar, hér, og í fjölmiðlum út um allan heim. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð. Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 136…

Flatarmál hraunberiðunnar í Holuhrauni er nú 78,6 ferkílómetrar að stærð

Hraunbreiðan í Holuhrauni heldur áfram að stækka jafnt og þétt. Eins og fram hefur komið hefur gengið heldur illa að afla nákvæmra upplýsinga um rúmmál hraunbreiðunnar og helgast það af því hve erfitt er að framkvæma nákvæmar mælingar á glóandi hrauninu. Ekki er mögulegt að ganga með mælitæki yfir hraunbreiðuna og mælingar úr flugvél eru vandasamar…

Á morgun, þriðjudaginn 9. desember, verða liðnir 100 dagar frá upphafi eldgossins í Holuhrauni

Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar í morgun, mánudaginn 8. desember, eins og það gerir reglulega þrisvar í viku. Á fundinum í morgun var farið yfir þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar um framvindu eldgossins, en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá ályktaði Vísindamannaráð að líklegast héldi gosið áfram í einhverja mánuði, að…

Yfirlit yfir þróun umbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni

Á fundi Vísindamannaráðs, í dag miðvikudaginn 3. desember, var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa…

Holuhraun, hið nýja, er nú rúmir 72 ferkílómetrar að stærð

„Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur síðustu vikurnar.“ Þessi lýsing á umbrotunum í Holuhrauni er farin að hljóma ansi kunnuglega í eyrum landsmanna, enda hefur eldgosið nú staði yfir í 79 daga og síðustu vikurnar hefur hegðun gossins líðið breyst. Hraun streymir enn uppúr samfelldri gígaröð eða gosrás, sem er…

Myndir úr leiðangri almannavarna og vísindamanna að gosstöðvunum í Holuhrauni

Á þriðjudaginn var, 11. nóvember, flugu starfsmenn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ að gosstöðvunum í Holuhrauni. Markmið ferðarinnar var að kanna framgang gossins, taka sýni úr hraunjaðrinum og síðast en ekki síst að grafa GPS stöðina í öskju Bárðarbungu upp úr snjónum sem fallið hefur á jökulinn síðustu vikurnar. GPS stöðin var að…