TAG Lokanir á vegum

Minnkun aðgangsstýrðasvæðisins norðan Vatnajökuls

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir. Nýja lokunarsvæðið nær 20 m út frá norður jaðri nýja hraunsins, að Dyngjujökli í suðri, að farvegi Jökulsár á Fjöllum í austri og að…

Breytt umfangi aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls

Ríkislögreglustjórinn, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa tekið ákvörðun (með tilvísun í 23.gr. í lögum 82/2008 um almannavarnir) um að breyta umfangi aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls.  Ákvörðunin er tekin í samráði við Veðurstofu Íslands, Vatnajökulsþjóðgarð, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni. Í lok janúar skilaði Veðurstofa Íslands nýju hættumati vegna gasdreifingar frá…

Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær…

Virk löggæsla á lokaða svæðinu við Holuhraun

Allt frá því jarðhræringarnar fyrir norðan Vatnajökul hófust um miðjan ágúst síðastliðinn hefur hættan á flóðum vegna eldgosa undir jökli verið yfirvofandi. Ákveðið var að loka svæðinu norðan jökulsins vegna þessarar hættu.  Eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst hafa eiturgufur og aðrar hættur við gosstöðvarnar verið almannavarnayfirvöldum áhyggjuefni.   Bráð lífshætta getur stafað af eiturgasi og ekki…

Opnað fyrir aðgang vísindamanna og fjölmiðla að gosstöðvunum

Lögreglustjórinn á Húsavík í samráði við ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta tímabundnum takmörkunum á aðgangi vísindamanna og fjölmiðla, sem  hafa sérstök leyfi almannavarna til að fara inn á lokaða svæðið norðan Vatnajökuls. Almannavarnir ítreka þó að lokanir á svæðinu norðan Vatnajökuls við gosstöðvarnar eru enn í gildi gagnvart annarri umferð og er strangt tekið á…

Eftirlit með lokaða svæðinu norðan Vatnajökuls

Almannavarnir vilja ítreka að öll umferð um lokaða svæðið norðan Vatnajökuls við gosstöðvarnar er bönnuð. Lögreglan hefur eftirlit með lokaða svæðinu meðal annars í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Við reglubundið eftirlit í dag sáust bílar innan bannsvæðisins og verða allir þeir sem í bílunum voru, bílstjórar og farþegar, kærðir fyrir brot á lögreglulögum og mega þeir…

Frekari lokanir vegna nýrrar gossprungu

5. September kl. 8.30 Nú í morgunsárið sáu fréttamenn RUV, sem voru á flugi yfir gosstöðvunum, að opnast hefur ný gossprunga sunnan við gömlu gossprunguna sem teygir sig í áttina að Dyngjujökli. Flugvél á vegum almannavarna er að leggja upp frá Reykjavíkurflugvelli með jarðvísindamenn og fulltrúa almannavarna. Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi þessara…

Dettifossvegur vestan Jökulsár (nr. 862) opnaður að nýju

Ákveðið hefur verið að aflétta lokun um Dettifossveg vestan Jökulsár (nr. 862) frá Hringvegi norður að Dettifossi. Aðrar leiðir á svæðinu, þ.á.m. gönguleiðir, eru áfram lokaðar. Ákvörðunin byggir á áhættuminnkandi aðgerðum almannavarna, auknu eftirliti af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs, minnkandi straumi gangandi ferðamanna, aukinni getu til eftirlits með mælingum auk viðbótarlöggæslu á svæðinu. Áréttað er að ákvörðunin…