TAG Flug

Myndir úr leiðangri almannavarna og vísindamanna að gosstöðvunum í Holuhrauni

Á þriðjudaginn var, 11. nóvember, flugu starfsmenn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ að gosstöðvunum í Holuhrauni. Markmið ferðarinnar var að kanna framgang gossins, taka sýni úr hraunjaðrinum og síðast en ekki síst að grafa GPS stöðina í öskju Bárðarbungu upp úr snjónum sem fallið hefur á jökulinn síðustu vikurnar. GPS stöðin var að…

Bárðarbunga heldur áfram að síga

Vísindamenn og fulltrúar almannavarna flugu í dag yfir Bárðarbungu með flugvél ÍSAVÍA, TF-FMS. Mælingar sýna að yfirborð jökulsins hefur sigið um 2,5-3 metra frá því á laugardag, eða um 80-90 cm á dag. Frá því jarðhræringarnar hófust 16. ágúst síðastliðinn hefur askja Bárðarbungu sigið um 18,5 metra. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar lýsa atburðunum sem hægu öskusigi. Kortið…

Kortið eins og það lítur út að morgni 29. ágúst

Viðbúnaðarstig flugs lækkað niður í appelsínugult

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka viðbúnaðarstig fyrir flug frá rauðu og niður á appelsínugult stig. Áður útgefið NOTAM vegna skilgreinds hættusvæðis fyrir flug sem gildir til 10:30 verður því ekki framlengt.  Þannig hefur eldgosið ekki lengur áhrif á flug. Áfram er þó í gildi haftasvæði sem Samgöngustofa lét gefa út, en það hefur nú…