TAG Húsavík

Háir SO2 mengunartoppar mældust í nótt og í morgun við Mývatn

Mjög háir mengunartoppar hafa verið að mælast í nótt og í morgun við Mývatn en einnig hefur mengun verið að mælast á Húsavík.Veðurstofan bendir á að í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld…

Fundir vegna jarðskjálftahrinunnar við Bárðarbungu og fréttir úr eftirlitsflugi TF-SIF

Í kvöld klukkan 20:00  er fyrirhugaður íbúafundur í Ljósvetningabúð með lögreglustjóranum á Húsavík,  fulltrúum almannavarna, Veðurstofunnar og öðrum hagsmunaaðilum. Farið verður yfir málefni er varða jarðskjálftahrinuna við Bárðarbungu, viðbúnað og viðbrögð og fyrirspurnum íbúa um málið svarað. Í morgun var daglegur stöðufundur með viðbragðs- og hagsmunaaðilum í húsnæði björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Þá var fundur í vísindamannaráði almannavarna en þar…