Á meðan á gosinu í Holuhrauni stóð var oft á tíðum veruleg gasmengun frá gosinu sem hafði áhrif bæði á menn og dýr. Ljóst er að töluvert af mengandi efnum hefur fallið til jarðar á landinu með úrkomu, ýmist í formi rigningar eða snævar. Mengunarefnin geta hæglega safnast fyrir í snjó og losna svo þaðan…
Málþingið verður haldið kl. 13.oo – 17.oo, mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað. 13.00 – 13.30 Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra 13.30 – 13.50 Almennt…
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar föstudaginn 30. janúar 2015 og sendi frá sér eftirfarandi yfirlit um þróun umbrotanna í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni. Skjalið, með myndum og gröfum, má nálgast í heild sinni hér á síðunni á pdf formi. Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú…
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar í morgun, mánudaginn 8. desember, eins og það gerir reglulega þrisvar í viku. Á fundinum í morgun var farið yfir þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar um framvindu eldgossins, en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá ályktaði Vísindamannaráð að líklegast héldi gosið áfram í einhverja mánuði, að…
Á fundi Vísindamannaráðs, í dag miðvikudaginn 3. desember, var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa…
Á þriðjudaginn, 18. nóvember, var boðið til opins fundar um brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Að fundinum stóðu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnarlæknir og Vinnueftirlit ríkisins. Fundurinn var haldinn í móttökuhúsi Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7. Fundinum var streymt yfir netið og er enn hægt að horfa á upptöku af fundinum. Einnig eru glærur…
„Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur síðustu vikurnar.“ Þessi lýsing á umbrotunum í Holuhrauni er farin að hljóma ansi kunnuglega í eyrum landsmanna, enda hefur eldgosið nú staði yfir í 79 daga og síðustu vikurnar hefur hegðun gossins líðið breyst. Hraun streymir enn uppúr samfelldri gígaröð eða gosrás, sem er…
Loftgæði eru nú víða slæm á Suðvesturlandi. Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is eru loftgæði „slæm fyrir viðkvæma“. Brennisteinsdíoxíð mælist á bilinu 700-1600 µg/m³ á svæðinu frá Hveragerði að Grundartanga. Verst mælast loftgæðin í Grafarvogi í Reykjavík. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við froststillu á gosstöðunum í Holuhrauni en við þær aðstæður má búast við að…
Brennisteinstvíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mælist nú víða á norðvesturlandi. Styrkur SO2 mælist nú 2400µg/m³ á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. SMS skilaboð hafa verið send í farsíma á svæðisins. Rétt er að geta þess að reynsla almannavarna er sú að um 75-80% af þeim farsímum sem eru á svæðinu munu fá skilaboðin. Ástæðan…
Há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú á norðanverðu Snæfellsnesi og í Búðardal. Handheldur SO2 mælir í Ólafsvík sýnir 3700 µg/m³ SO2. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á norðvesturlandi í dag. SMS skilaboð hafa verið send í farsímanúmer á svæðinu. Almenningur er hvattur til þess að kynna sér ráðleggingar…