Fundur um brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni – Uppfært með glærum
Á þriðjudaginn, 18. nóvember, var boðið til opins fundar um brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Að fundinum stóðu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnarlæknir og Vinnueftirlit ríkisins. Fundurinn var haldinn í móttökuhúsi Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7. Fundinum var streymt yfir netið og er enn hægt að horfa á upptöku af fundinum. Einnig eru glærur framsögumanna hér fyrir neðan. Smellið hér til að horfa á fundinn.
Fundurinn var mjög vel sóttur auk þess sem tæplega 400 manns fylgdust með fundinum á netinu.
Glærur:
Veðurstofa Íslands, Elín Björk Jónasdóttir: EBJ_VI_20141118
Umhverfisstofnun, Vanda Úlfrún Liv Hellsing: VH_UST_18112014
Sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason: ThG_SVL_20141117
Vinnueftirlit ríkisins, Víðir Kristjánsson: VK_VER_20141117
Dagsráfundarins var sem hér segir:
Almannavarnir | Víðir Reynisson. Deildarstjóri | Stutt kynning á efni fundarins. |
Veðurstofan | Elín Björk Jónsdóttir. Veðurfræðingur | Spákort, spálíkön, dreifing mengunar og breytingar sem fylgja vetrinum. |
Umhverfisstofnun | Vanda Úlfrún Liv Hellsing. Umhverfis- og auðlindafræðingur | SO2 taflan, Loftgæði.is, mælingar og nýjir mælar og staðsetning þeirra. |
Sóttvarnarlæknir | Þórólfur Guðnason. Yfirlæknir. | Áhrif SO2 á heilsu. |
Vinnueftirlit ríkisins | Víðir Kristjánsson. Deildarstjóri. | Rétt viðbrögð við SO2 mengunar og atvinnulífið. |
Spurningar og umræður |