▲Mengun/Loftgæði▼
Upplýsingar um mengun og loftgæði
vegna eldgoss í Holuhrauni
▼ Vinsamlegast athugið að neðst á þessarri síðu er tafla frá Umhverfisstofnun um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð vegna SO2 frá eldgosum▼
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fær upplýsingar frá Umhverfisstofnun (nettengdir mælar sbr. www.loftgaedi.is) og aðilum víða um land sem eru með færanlega handmæla þegar gildin fara að hækka. Ef gildi eru að nálgast ákveðin neðri mörk, sem gefin eru upp af Landlækni þá sendum við út tilkynningu (Twitter, Facebook, avd.is og fl.). Ef gildi fara yfir ákveðin efri mörk er SMS sent í alla GSM á viðkomandi svæði (cell broadcasting). Verið er að afla reynslu af „cell broadcasting“ á gsm síma þannig að einhverjir hnökrar hafa átt sér stað verið á dreifingu smáskilaboða. Stefnt er að því að slíkar útsendingar verði sem markvissastar í næstu útsendingum.
Athygli er vakin á því að almenningur getur skráð upplýsingar um brennisteinsmengun á vefsíðu hjá Veðurstofu Íslands sbr. tengil hér fyrir neðan.
Tenglar:
▲2ja daga spá um SO2 dreifingu
▲Gagnvirkt kort af gasdreifingu og þéttleika
▲Brennisteinsmengun-Almenningur láti Veðurstofuna vita vegna eldsumbrota í Holuhrauni
Tenglar:
▼Umhverfisstofnun-Loftgæði vegna eldgoss í Holuhrauni
▼Umhverfisstofnun – mælingar á loftgæðum á Íslandi
▼Umhverfisstofnun á Facebook
▼Frétt hjá UST 19.9.2014: SO2 handmælum fjölgað um allt land (listar yfir staði + tengill í kort )
Tenglar:
▼Sóttvarnalæknir/Landlæknir (mengun frá eldgosi, loftgæði)
▼Landlæknir
▼Áhættumat í tengslum við eldgos
Einnig um hættulegar gastegundir í eldsumbrotum og nágrenni þeirra og áhrif nokkurra lofttegunda og mengunarmörk þeirra
▼Matvælastofnun (Áhrif brennisteinsdíoxíðs á dýr)
▼Reykjavík – mælingar á brennisteinsdíoxíði (Loftgæðafarstöð II)
Taflan hér að neðan er frá Landlækni – hér er tengill í hana á pdf formi: SO2 frá eldgosum á heilsufar manna-endurskoðað-final_14.10.2014
Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum
*Meðalgildi í 10-15 mínútur.
**Börn, og fullorðnir með astma, berkjubólgu, lungnaþembu og hjartasjúkdóma. Þessar leiðbeiningar gilda einnig um barnshafandi konur.
Almennar ráðleggingar:
- Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
- Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr innöndun SO2.
- Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu ver fólk fyrir um 90% af menguninni.
Frekari ráðstafanir:
Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað.
- Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni.
- Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn.
- Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr.
- Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum.
- Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í.
- Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa.
- Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna.
- Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá.
- Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina.
Mikil mengun utandyra:
Ef fólk þarf nauðsynlega að vera utandyra í mikilli mengun sem veldur óþægindum er gagnlegt að hafa blautan klút fyrir vitum en það dregur úr brennisteinsmengun í innöndunarlofti. Klútur vættur í matarsódalausn, eins og lýst er hér að ofan, er þó áhrifaríkari. Athugið að vatnið í klútnum gerir hann mun þéttari þannig að erfiðara er að anda í gegnum hann. Það getur reyndst lasburða einstaklingum erfitt og jafnvel hættulegt.
Einnig er hægt að taka hefbunda rykgrímu eins og fæst í byggingavöruverslunum og bleyta hana í matarsódalausn. Hins vegar eru rykgrímur það þéttar að vatnið sem bætist við eykur mótstöðu í grímunni og gerir það erfitt að anda í gegnum hana. Því þarf að láta hana þorna alveg sem tekur um sólarhring.
ATHUGIÐ: Blautir klútar eða rykgrímur sem áður hafa verið bleyttar í matarsódalausn duga aðeins í stuttan tíma (nokkrar mínútur) og hafa ekki sambærilega virkni við gasgrímur. Þetta eru því ekki úrræði sem hægt er að nota í langan tíma og alls ekki í mikilli nálægð við eldgosið. Þar duga einungis gasgrímur en þær eru áhrifaríkasta aðferðin til að draga úr SO2 í innöndunarlofti. Gasgrímur eru hins vegar víða ekki tiltækar og ekki ráðlagðar nema þar sem mikillar mengunar verður vart svo sem nálægt eldstöð og þá samkvæmt sérstökum ráðleggingum yfirvalda.
Sóttvarnalæknir, Umhverfisstofnun og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Október 2014
Byggt á upplýsingum frá U.S. Department of the Interior, U.S. Geological Survey, Menlo Park, California, USA og USGS-Hawaiian Volcano Observatory, USA. (http://hvo.wr.usgs.gov).