TAG Mengun

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki

Málþingið verður haldið kl. 13.oo – 17.oo, mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað. 13.00 – 13.30 Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra 13.30 – 13.50 Almennt…

Slæm loftgæði á Suðvesturlandi

Loftgæði eru nú víða slæm á Suðvesturlandi. Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is eru loftgæði „slæm fyrir viðkvæma“. Brennisteinsdíoxíð mælist á bilinu 700-1600 µg/m³ á svæðinu frá Hveragerði að Grundartanga. Verst mælast loftgæðin í Grafarvogi í Reykjavík. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við froststillu á gosstöðunum í Holuhrauni en við þær aðstæður má búast við að…

Gasmengun mælist á Hvammstanga

Brennisteinstvíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mælist nú víða á norðvesturlandi. Styrkur SO2 mælist nú 2400µg/m³ á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. SMS skilaboð hafa verið send í farsíma á svæðisins. Rétt er að geta þess að reynsla almannavarna er sú að um 75-80% af þeim farsímum sem eru á svæðinu munu fá skilaboðin. Ástæðan…

Gasmengun mælist á norðanverðu Snæfellsnesi

Há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú á norðanverðu Snæfellsnesi og í Búðardal. Handheldur SO2 mælir í Ólafsvík sýnir 3700 µg/m³ SO2. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á norðvesturlandi í dag. SMS skilaboð hafa verið send í farsímanúmer á svæðinu. Almenningur er hvattur til þess að kynna sér ráðleggingar…

SO2 mengun á Akureyri

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Akureyri. Sjálfvirkur loftgæðamælir á Akureyri er ekki tengdur við netið eins og er en unnið er að viðgerð. Hægt er að lesa af honum handvirkt og er hann núna í 4000 míkrógrömm á rúmmetra. Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og…

Gasmengun í Skagafirði og Stykkishólmi

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú í Skagafirði.  Hæðstu gildi sem mældust í morgun á Sauðárkróki voru 1.7 ppm sem er um 5100 míkrógrömm á rúmmetra. Einnig hefur mælst aukinn styrkur í Stykkishólmi en þar hefur mælst 0.9 ppm en það eru um 2700 míkrógrömm á rúmmetra. Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að…

Aukin brennisteinsmengun mælist á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Mælar sýna að styrkurinn er á bilinu 1400-3300 míkrógrómm á rúmmetra. Íbúar svæðisins eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og kynna sér vel leiðbeiningar yfirvalda sem finna má hér á síðunni. Hlekkurinn er hér. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt…

Búast má við gasmengun á norðanverðu landinu í dag

Frá Veðurstofu Íslands: Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun frá eldgosinu víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldal vestur á Strandir. Á morgun (föstudag) eru horfur á mengun á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði. Spánna má sjá á vef Veðurstofu Íslands, en þar má einnig…

Brennisteinsmengun mælist nú á Húsavík

Brennisteinsmengun mælist nú á Húsavík. Mælar sýna að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er nú yfir 2000 míkrógrömm á rúmmetra á Húsavík. Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að kynna sér leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má á síðu almannavarna: www.avd.is