Gasmengun mælist á norðanverðu Snæfellsnesi

Há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú á norðanverðu Snæfellsnesi og í Búðardal. Handheldur SO2 mælir í Ólafsvík sýnir 3700 µg/m³ SO2. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á norðvesturlandi í dag.

SMS skilaboð hafa verið send í farsímanúmer á svæðinu.

Almenningur er hvattur til þess að kynna sér ráðleggingar yfirvalda sem lesa má hér á vefsíðu almannavarna.

Fylgjast má með síritandi nettengdum SO2 mælum á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is

Kortið hér fyrir neðan sýnir spá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag og kortið þar fyrir neðan sýnir gasdreifingarlíkan Veðurstofnunnar. Spá Veðurstofunnar má sjá hér.

eldgos_mengun_dagur1_20141030

Capture_20141030