SO2 mengun á Akureyri

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Akureyri.

Sjálfvirkur loftgæðamælir á Akureyri er ekki tengdur við netið eins og er en unnið er að viðgerð.

Hægt er að lesa af honum handvirkt og er hann núna í 4000 míkrógrömm á rúmmetra.

Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og kynna sér vel leiðbeiningar yfirvalda sem finna má hér http://avd.is/is/?page_id=730

AlþjóðlegtLogo-almannavarna