CATEGORY -Bárðarbunga

Ráðstefna almannavarnarkerfis Evrópu

Dagana 6. og 7. maí 2015 sóttu fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ráðstefnu almannavarnakefis Evrópu (European Civil Protection Forum), en ráðstefnan er haldin annað hvert ár. Evrópska almannavarnakerfið (European Civil Protection Mechanism) er rekið af Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins en það er þó ekki tengt beinni aðild að Evrópusambandinu sjálfu. Íslendingar hafa til dæmis verið fullgildir aðilar að kerfinu…

Tölvugert þrívíddarmyndband af gígunum í Holuhrauni

16.-19. mars, rúmum tveimur vikum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk fór Svarmi ehf ásamt Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands að Holuhrauni. Tilgangurinn var að kortleggja hluta hraunsins með ómönnuðum loftförum. Afraksturinn er m.a. loftmyndir í hárri upplausn, þrívíddarlíkön og hæðarmódel. Vinnsla fer nú fram á gögnunum og er markmið verkefnis að hægt verði að mæla rúmmál…

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki

Málþingið verður haldið kl. 13.oo – 17.oo, mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað. 13.00 – 13.30 Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra 13.30 – 13.50 Almennt…

Fréttatilkynning frá Neyðarlínunni

Almannavarnir vilja vekja athygli á fréttatilkynningu frá Neyðarlínunni vegna álags á símanúmerið 112 nú um helgina: Fréttatilkynning frá Neyðarlínunni Neyðarlínan hefur sl. sólarhring farið yfir gögn úr síma- og tölvukerfum sínum og jafnframt átt fundi með fjarskiptafélögum til að greina ástæður þess að á tímabilinu frá kl. 8.45 til 9.58 sl. laugardag voru mörg dæmi…

Minnkun aðgangsstýrðasvæðisins norðan Vatnajökuls

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir. Nýja lokunarsvæðið nær 20 m út frá norður jaðri nýja hraunsins, að Dyngjujökli í suðri, að farvegi Jökulsár á Fjöllum í austri og að…

Eldgosinu í Holuhrauni er lokið

Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar nú í morgun, laugardaginn 28. febrúar 2015, og sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Eldgosinu í Holuhrauni, sem hófst þann 31. ágúst 2014, er lokið. Nauðsynlegt er að fylgjast áfram mjög vel með Bárðarbungu. Áfram mælist gasmengun frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni. Á þessu stigi hefur ekki verið tekin…

Breytt umfangi aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls

Ríkislögreglustjórinn, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa tekið ákvörðun (með tilvísun í 23.gr. í lögum 82/2008 um almannavarnir) um að breyta umfangi aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls.  Ákvörðunin er tekin í samráði við Veðurstofu Íslands, Vatnajökulsþjóðgarð, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni. Í lok janúar skilaði Veðurstofa Íslands nýju hættumati vegna gasdreifingar frá…