TAG Vísindamannaráð

Eldgosinu í Holuhrauni er lokið

Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar nú í morgun, laugardaginn 28. febrúar 2015, og sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Eldgosinu í Holuhrauni, sem hófst þann 31. ágúst 2014, er lokið. Nauðsynlegt er að fylgjast áfram mjög vel með Bárðarbungu. Áfram mælist gasmengun frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni. Á þessu stigi hefur ekki verið tekin…

Á morgun, þriðjudaginn 9. desember, verða liðnir 100 dagar frá upphafi eldgossins í Holuhrauni

Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar í morgun, mánudaginn 8. desember, eins og það gerir reglulega þrisvar í viku. Á fundinum í morgun var farið yfir þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar um framvindu eldgossins, en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá ályktaði Vísindamannaráð að líklegast héldi gosið áfram í einhverja mánuði, að…

Yfirlit yfir þróun umbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni

Á fundi Vísindamannaráðs, í dag miðvikudaginn 3. desember, var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa…

Hitamynd af eldgosinu í Holuhrauni

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af svipuðum krafti og undanfarna daga og enn er ekkert lát á sigi öskju Bárðarbungu. Rúmmál sigskálarinnar er nú metið 0,6 rúmkílómetrar. Nánar má lesa um niðurstöður fundar Vísindamannaráðs almannavarna, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði í morgun í tengslum við FutureVolc rannsóknarverkefnið, hér á síðunni. Nánar má lesa…

300 rúmmetrar á sekúndu!

Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands hafa með mælingum áætlað stærð eldgossins í Holuhrauni. Frá því gosið hófst hafa reglulega verið birtar upplýsingar um flatarmál hraunbreiðunnar og er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Þykkt hraunsins er nokkuð misjöfn. Sums staðar hefur það hlaðist upp en á öðrum stöðum runnið hratt yfir og þar er…

Endurbætur á gasdreifingarkorti Veðurstofu Íslands

Veðurstofan hefur enn bætt spákort sitt fyrir dreifingu gass frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Síðuna má finna hér. Spá Veðurstofunnar frá því í morgun er svo hljóðandi: Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá…

Fundur vísindamannaráðs almannavarna 15. september 2014

15.09. 2014 kl. 11:30 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru svipaðar og í gær. Vegna…

Fundur vísindamannaráðs almannavarna 14. september

14.09. 2014 kl. 11:30 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: ·         Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru svipaðar. Hægt hefur á framrás hraunsins. …

Fundur vísindamannaráðs almannavarna 13. september.

13.09. 2014 kl. 11:30 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat jafnframt fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru óbreyttar. Sig Bárðarbungu heldur áfram og jarðskjálftavirkni…