300 rúmmetrar á sekúndu!
Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands hafa með mælingum áætlað stærð eldgossins í Holuhrauni. Frá því gosið hófst hafa reglulega verið birtar upplýsingar um flatarmál hraunbreiðunnar og er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Þykkt hraunsins er nokkuð misjöfn. Sums staðar hefur það hlaðist upp en á öðrum stöðum runnið hratt yfir og þar er hraunið því mun þynnra. Samkvæmt mælingum vísindamannanna er hraunið 14 metrar að þykkt að meðaltali. Það þýðir að hraunið er um 500.000 rúmmetrar að stærð, eða 0,5 rúmkílómetri. Þetta þýðir að hraunrennslið hefur verið um 300 rúmmetrar á sekúndu frá því að gosið hófst þann 31. ágúst síðastliðinn.
Nánar má lesa um niðurstöður fundar Vísindamannaráðs frá í morgun hér á síðunni okkar.