Virk löggæsla á lokaða svæðinu við Holuhraun
Allt frá því jarðhræringarnar fyrir norðan Vatnajökul hófust um miðjan ágúst síðastliðinn hefur hættan á flóðum vegna eldgosa undir jökli verið yfirvofandi. Ákveðið var að loka svæðinu norðan jökulsins vegna þessarar hættu. Eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst hafa eiturgufur og aðrar hættur við gosstöðvarnar verið almannavarnayfirvöldum áhyggjuefni. Bráð lífshætta getur stafað af eiturgasi og ekki…