Endurbætur á gasdreifingarkorti Veðurstofu Íslands

Veðurstofan hefur enn bætt spákort sitt fyrir dreifingu gass frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Síðuna má finna hér.

Spá Veðurstofunnar frá því í morgun er svo hljóðandi:

Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá frekar til austurs yfir Hérað og Austfirði.
Í kvöld snýst vindur til norðvesturs og má þá gera ráð fyrir mengun á sunnanverðum Austfjörðum að Höfn í Hornafirði.

Á morgun, laugardag má búast við áframhaldandi mengun suðaustur af gosstöðvunum.
Spá gerð: 19.09.2014 10:19. Gildir til: 20.09.2014 23:00.

Spánna má finna hér.

Screen Shot 2014-09-19 at 10.43.18