Gasmengun í Skagafirði og Stykkishólmi

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú í Skagafirði.  Hæðstu gildi sem mældust í morgun á Sauðárkróki voru 1.7 ppm sem er um 5100 míkrógrömm á rúmmetra.

Einnig hefur mælst aukinn styrkur í Stykkishólmi en þar hefur mælst 0.9 ppm en það eru um 2700 míkrógrömm á rúmmetra.

Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og kynna sér vel leiðbeiningar yfirvalda sem finna má hér http://avd.is/is/?page_id=730

Veðurstofan gerir ráð fyrir því í dag að gasmengunin verði vestur af eldstöðvunum eða frá Reyjanesi í suðri, vestur á Barðaströnd og norður að Húnaflóa sjá nánar á www.vedur.is.

Má því búast við auknum styrk brennisteinsdíoxíðs í lofti á því svæði.

AlþjóðlegtLogo-almannavarna