Búast má við gasmengun á norðanverðu landinu í dag

Frá Veðurstofu Íslands: Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun frá eldgosinu víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldal vestur á Strandir. Á morgun (föstudag) eru horfur á mengun á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði.

Spánna má sjá á vef Veðurstofu Íslands, en þar má einnig keyra spákort sem sýnir líklega drefingu brennisteinsdíoxíðs yfir landið. Spákort Veðurstofunnar hefur reynst vel og er hægt að mæla með því að fólk kynni sér það vel og taki mið af því. Myndin fyrir neðan sýnir að gasið verður þéttast við Mývatn, Akureyri, Húsavík, Ólafsfjörð og Blönduós.

Spákortið má finna á slóðinni: http://www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing/

Capture_gasdreifing_20141023

Gasdreifingarlíkan 23.10.2014. Kort Veðurstofa Íslands.