Bárðarbunga heldur áfram að síga

Vísindamenn og fulltrúar almannavarna flugu í dag yfir Bárðarbungu með flugvél ÍSAVÍA, TF-FMS. Mælingar sýna að yfirborð jökulsins hefur sigið um 2,5-3 metra frá því á laugardag, eða um 80-90 cm á dag. Frá því jarðhræringarnar hófust 16. ágúst síðastliðinn hefur askja Bárðarbungu sigið um 18,5 metra. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar lýsa atburðunum sem hægu öskusigi.

Kortið hér fyrir neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, sýnir öskju Bárðarbungu.

Bardarbunga_sig_20140908

Bárðarbunga – sig jökulyfirborðs, mælingin var gerð 8. september. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.