Nýjar myndir frá Holuhrauni
Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun HÍ flugu yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni á laugardaginn var, 10.01.2015. Með í för var myndatökumaður frá Stöð 2 og hafa myndir hans nú birst í fréttum stöðvarinnar, hér, og í fjölmiðlum út um allan heim. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð.
Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 136 daga. Hraunframleiðslan er enn mjög mikil og enn streymir brennisteinsdíoxíð (SO2) úr gígnum í miklu magni. Bárðarbunga heldur áfram að skjálfa og askjan að síga. Gosið er því enn mjög öflugt hvernig sem á það er litið.