Íbúafundur á Austurlandi
Í kvöld og á morgun verða tveir íbúafundir á Austurlandi um jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni. Fulltrúar frá Jarðvísindastofnun, Sóttvarnalækni, Veðurstofunni, Umhverfisstofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra munu fjalla um málefni tengd gosinu, þróun jarðhræringanna í Bárðarbungu, áhrif gasmengunarinnar frá Holuhrauni, viðbrögð og fleira tengt, jafnframt því að svara fyrirspurnum fundargesta. Fyrri fundurinn verður klukkan 20:00 í kvöld 5. desember í Egilsstaðaskóla og sá seinni laugardaginn 6. desember, klukkan 14:30 í Hallormsstaðaskóla. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundina.