Gasmengun á Kirkjubæjarklaustri og í Landbroti

Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) með færanlegum mæli sýna aukinn styrk SO2 á Kirkjubæjarklaustri og í Landbroti og hafa mengunartoppar verið að mælast öðru hverju allt upp í 2600 µg/m3 nú eftir hádegi. íbúar voru hvattir til að  kynna sér leiðbeiningar um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is og á vefsíðu almannavarna um eldgosið www.avd.is.   Á Höfn í Hornafirði og nágrenni hefur mengunin farið minnkandi og mælist nú milli 300 – 600 µg/m3.

IMG_0980