Nokkur gasmengun enn á Höfn í Hornafirði og nágrenni

Í nótt mældist veruleg gasmengun á Höfn í Hornafirði eða 6100 µg/m3 eða rúmlega 2,2 ppm. Nokkur gasmengun er enn að mælast á Höfn í Hornafirði og nágrenni eða um 1000 µg/m3 eða 0,3-0,4 ppm. Einnig mælist nokkur gasmengun á Djupavogi og nágrenni eða um 600 – 900 µg/m3 (0,2 – 0,3 ppm).  Íbúum er bent á SO2 töflu þar sem hægt er að kynna sér áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð vegna SO2 frá eldgosum.

Á vefsíðum Embættis Landlæknis, Umhverfisstofnunar og almannavarna um eldgosið www.avd.is er hægt að nálgast upplýsingar um loftgæði og annað tengt gasi frá eldgosinu.

Holuhraun_BrynjarFriðriksson_Mynd7_20140912