Gasmengun við Höfn í Hornafirði og nágrenni
Talsverð gasmengun er nú á Höfn í Hornafirði og nágrenni frá eldgosinu í Holuhrauni. Í nótt fóru mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) í 1,8 ppm eða um 5100 µg/m3. Nú undir morgun hafði styrkurinn minnkað og var kominn í 1.2 ppm eða um 3400 µg/m3. SMS viðvörunarskilaboð voru send í farsíma á svæðinu kringum Höfn þar sem íbúar voru hvattir til að halda sig innandyra, loka gluggum, hækka í ofnum og kynna sér leiðbeiningar um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is og á vefsíðu almannavarna www.avd.is. Búast má við mengun á þessu svæði í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar