CATEGORY Holuhraun

Eldgos hafið í Holuhrauni

Rétt eftir miðnætti hófst gos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 100 metra sprungugos á sprungu í norðaustur og suðvestur. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið hafa við geru skammt frá gosinu og fylgjast með því í öryggri fjarlægð. Áætlað flug TF-SIF er klukkan…

Mynd úr TF-SIF af Holuhrauni norðan Dyngjujökuls

Í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir Vatnajökli í dag, miðvikudag 27. ágúst,  sáu vísindamenn sigketil sem talin er vera á vatnaskilum Bárðarbungu og Grímsvatna. Sigketillinn er talinn vera 4-6 km langur og um 10-15 metra djúpur. Ljóst er að umtalsvert magn af vatni hefur bráðnað, eða er að bráðna, á jöklinum og því talin hætta…