Mynd úr TF-SIF af Holuhrauni norðan Dyngjujökuls

Í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir Vatnajökli í dag, miðvikudag 27. ágúst,  sáu vísindamenn sigketil sem talin er vera á vatnaskilum Bárðarbungu og Grímsvatna. Sigketillinn er talinn vera 4-6 km langur og um 10-15 metra djúpur. Ljóst er að umtalsvert magn af vatni hefur bráðnað, eða er að bráðna, á jöklinum og því talin hætta á jökulhlaupi. Ekki er hægt að segja með vissu hversu stór flóðið verður né hvort það mun renna niður Skeiðarársand eða falla í Jökulsá á Fjöllum. Myndin, sem tekin var í TF-SIF, sýnir þó ekki sigkatlana heldur Holuhraunið fyrir norðan Dyngjujökul

TF-SIF mun leggja upp frá Reykjavík uppúr kl 9:00 í fyrramálið til þess að kanna frekari ummerki á jöklinum. Búast má við fréttum úr þeirri ferð um kl 11:00.

Sigketill í Vatnajökli 27. ágúst 2014. Mynd Landhelgisgæslan.

Sigketill í Vatnajökli 27. ágúst 2014. Mynd Landhelgisgæslan.