Neyðarstigi aflétt – hættustig í gildi

Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglstjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka  almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu  úr neyðarstigi í hættustig.

Lokanir í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi eru enn í gildi sem og lokanir á hálendinu norðan Vatnajökuls. Ákvörðunin er byggð á mati vísindamanna á stöðunni eins og hún er núna, en athuganir þeirra hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær líkt og talið var. Þá hefur Veðurstofan ákveðið að lækka litakóða fyrir flug úr rauðum í appelsínugulan og hafa allar takmarkanir á flugi verið felldar úr gildi. Enn er mikil jarðskjálftavirkni í gangi og óljóst hver framvindan verður og er fólk því beðið að fylgjast náið með fréttum um stöðu mála.

avdlogo09-150x151

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt.