Gasmengun á Suðausturlandi
Í morgun klukkan 9:22 mældist SO2 mengun í Skaftafelli 1100 µg/m3, sem er óholt fyrir viðkvæma samkvæmt SO2 töflunni. Einstaklingar með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma forðist áreynslu utandyra. Í dag föstudaginn 12 desember má búast við gasmengun um suðaustanvert landið frá Klaustri og austur á Vopnafjörð og á morgun má búast við gasmengun víða á norðaustanverðu landinu.