Gosið í Holuhrauni er stöðugt

Eldgosið í Holuhrauni er enn öflugt. Nýjustu fréttir frá vísindamönnum á staðnum staðfesta að gosið hegðar sér með líkum hætti og það hefur gert síðustu tvo daga. Töluvert hraun rennur frá gossprungunni og er talið að hraunið sé nú rúmir 6 ferkílómetrar.

Jarðskjálftavirkni á svæði er enn mjög öflug. Í nótt varð skjálfti í Bárðarbungu M5,5 að stærð.

TF-SIF mun fljúga yfir gosstöðvarnar í dag og er frétta að væta úr fluginu seinni partinn.

Myndin hér að neðan var tekin í gær af vísindamönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Eldgos_hraun_Jarvdvisindastofnun_HI_03092014

Eldgosið í Holuhrauni. Mynd Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.