Hraunið er nú rúmlega 17 ferkílómetrar

Hraunið sem runnið hefur úr gossprungunni í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls þekur nú rúmlega 17 ferkílómetra. Heildarmagn gosefna í hrauninu er talið vera um 120 milljónir rúmmetra. Til samanburðar má geta þess að Heymaey er 13, 4 ferkílómetrar að stærð.

Myndin hér fyrir neðan sýnir hraunið lagt yfir kort af höfuðborgarsvæðinu. Myndin er unnin af Jarðvísindastofnun HÍ. Hinar myndirnar sýna útbreyðslu hraunsins í Holuhrauni.

Samanburdur_20140907

Hraunið á höfuðborgarsvæðinu. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

Yfirlitskort_hraunrennsli_Jarvis_20140908

Hraunið við lok dags 7. september. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

Yfirlitskort_hraunrennsli_LHG_20140907

Radarmynd af hruninu tekin á hádegi 7. september. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ og Landhelgisgæslan.

Yfirlitskort_hraunrennsli_20140907

Hrunjaðarinn, kl. 15:00 7. september, teiknaður inn á mynd sem tekin er úr gervihnetti NASA. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ og NASA.