Blámóðan kann að vera greinilega en þarf ekki að vera hættuleg
Blámóðan, sem leggur nú yfir landið og hefur verið fylgifiskur eldsumbrotanna í Holuhrauni, kann að vera vel sýnileg en hún þarf ekki endilega að vera merki um mikla mengun. Þessi staðreynd hefur orðið æ ljósari eftir því sem vísindamenn hafa fengið tækifæri til þess að mæla gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á þeim svæðum þar sem móðan hefur verið greinileg. Umhverfisstofnun, Sóttvarnarlæknir og almannavarnir hvetja fólk til þess að fylgjast vel með upplýsingum um útbreyðslu SO2 mengunarinnar og kynna sér þær leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út. Á sama tíma leggja þessar stofnanir áherslu á að fólk haldi ró sinni og geri ekki meira úr þessari hættu en efni standa til.
Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum því hvatt fólk til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að SO2 mengun sé hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis.
Hér má sjá gasdrefingarspá Veðurstofu Íslands. Reynslan hefur sýnt að þessi spá er nokkuð nákvæm bæði hvað varðar tíma og gildi.
Hér má sjá samantekt á þeim leiðbeining sem Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlæknir hafa gefið út til almennings.
Hér má fylgjast með loftgæðum með nettengdum mælum Umhverfisstofnunar.