Brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður greinanleg á Suður- og Vesturlandi næstu daga. Almannavarnir vilja hvetja almenning til þess að kynna sér upplýsingar um loftgæði á síðunni www.loftgaedi.is og á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Einnig má finna upplýsingar á síðu almannavarna www.avd.is Rétt…
Almannavörnum hafa borist tilkynningar um há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Djúpavogi, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. Gildin eru allt að 2400 míkrógrömm á rúmmetra. Allir þeir sem eru á svæðinu, eða eiga leið um svæðið, eru hvattir til þess að kynna sér leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Landlæknis um viðbrögð við mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Hér á síðunni…
Hækkandi gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú við Mývatn (við Reykjahlíð og Voga). Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill hvetja íbúa til að fylgjast vel með og kynna sér töflu um áhrif SO2 á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð á vefsíðu Umhverfisstofnunar á slóðinni http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2 og styrk brennisteinsdíoxíðs á vefsíðunni www.loftgæði.is.
Eldgosið í Holuhrauni er enn jafn öflugt og það hefur verið síðustu daga, samkvæmt niðurstöðu fundar vísindamannaráðs almannavarna, sem kom saman til reglubundins fundar í morgun. Á fundinum kom fram að vísindamenn Veðurstofu Íslands hafi unnið að mælingum á magni brennisteinsdíoxíðs (SO2) sem stígur upp af hrauninu. Samkvæmt nýjustu mælingum er afgösun SO2 talin vera…
Hár styrkur SO2 mældist á Reyðarfirði kl 14 í dag. Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3. Það mesta virðist gengið yfir og gildi fara lækkandi en óvissa er um framhaldið. Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir ætti að halda sig innandyra og loka öllum gluggum. Slökkva á loftræstingu þar sem það á við.…
Tilkynning frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni vegna brennisdíoxíð (SO2) á Austurlandi Í síðustu daga hefur blá móða legið yfir Austurlandi vegna eldgossins í Holuhrauni og var hún óvenju mikil í gær laugardag. Há gildi mældust á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði og loftmyndir bentu til að mengun væri jafnvel enn meiri á Jökuldal og Fljótsdal. Þau gildi sem…