Áríðandi tilkynning frá Umhverfisstofnun – Há gildi SO2 mælast á Reyðarfirði

Hár styrkur SO2 mældist á Reyðarfirði kl 14 í dag. Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3. Það mesta virðist gengið yfir og gildi fara lækkandi en óvissa er um framhaldið. Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir ætti að halda sig innandyra og loka öllum gluggum. Slökkva á loftræstingu þar sem það á við. Heilbrigt fólk ætti ekki að vera í líkamlegri áreynslu utandyra.

Sóttvarnalæknir hefur haldið símafund með yfirmönnum heilbrigðismála í héraði vegna málsins. Fyrirspurnir skulu berast til heilsugæslunnar eða sóttvarnalæknis umdæmisins.

Á vefsíðunni Loftgæði.is er hægt fylgjast með loftgæðamælingum á Íslandi.

Sjá einnig tilkynningu frá 7. september sl. : Tilkynning frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni vegna brennisdíoxíð (SO2) á Austurlandi

Upplýsingar um brennisteinsdíoxíð (á heimasíðu Umhverfisstofnunar).

Tengill á Fésbókarsíðu Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun_logo