Staðfest er að eldgos sé hafið að nýju í Holuhrauni. Talið er að gosið hafi hafist kl 5:15 í nótt, 31. ágúst 2014. Gosið er í sömu sprungu og gaus á föstudaginn en gossprungan er þó töluvert lengri en þá og teygir sig bæði lengra til norðurs, um 500 metra, og til suðurs. Hraun rennur…
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka viðbúnaðarstig fyrir flug frá rauðu og niður á appelsínugult stig. Áður útgefið NOTAM vegna skilgreinds hættusvæðis fyrir flug sem gildir til 10:30 verður því ekki framlengt. Þannig hefur eldgosið ekki lengur áhrif á flug. Áfram er þó í gildi haftasvæði sem Samgöngustofa lét gefa út, en það hefur nú…
Myndirnar sýnir staðsetningu gosins í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Myndirnar eru unnar út frá gögnum gervitungla sem greina hitan frá eldgosinu. Rétt er að geta þess að staðsetningin er enn nokkuð ónákvæm.
Hér má sjá staðsetningu eldgosins í Holuhrauni norðan Dyngjökuls. Staðsetningin er fengin frá RUV og er enn sem komið er óstaðfest. Hlekkur á Google Maps er hér.
Rétt eftir miðnætti hófst gos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 100 metra sprungugos á sprungu í norðaustur og suðvestur. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið hafa við geru skammt frá gosinu og fylgjast með því í öryggri fjarlægð. Áætlað flug TF-SIF er klukkan…
Í kvöld klukkan 20:00 er fyrirhugaður íbúafundur í Ljósvetningabúð með lögreglustjóranum á Húsavík, fulltrúum almannavarna, Veðurstofunnar og öðrum hagsmunaaðilum. Farið verður yfir málefni er varða jarðskjálftahrinuna við Bárðarbungu, viðbúnað og viðbrögð og fyrirspurnum íbúa um málið svarað. Í morgun var daglegur stöðufundur með viðbragðs- og hagsmunaaðilum í húsnæði björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Þá var fundur í vísindamannaráði almannavarna en þar…
Í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir Vatnajökli í dag, miðvikudag 27. ágúst, sáu vísindamenn sigketil sem talin er vera á vatnaskilum Bárðarbungu og Grímsvatna. Sigketillinn er talinn vera 4-6 km langur og um 10-15 metra djúpur. Ljóst er að umtalsvert magn af vatni hefur bráðnað, eða er að bráðna, á jöklinum og því talin hætta…
Í flugi vísindamanna HÍ og VÍ yfir Vatnajökul í kvöld greindust röð sigkatla, 10-15 m djúpra, sem mynda 4-6 km línu suður af Bárðarbungu. Katlarnir hafa myndast af völdum mikillar bráðnunar, mögulega eldgoss, óvíst hvenær. Hefðbundinn gosórói hefur ekki greinst á jarðskjálftamælum sem stendur. Verið er að fara yfir þessi gögn. Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni…
Sigdældir suðaustan við Bárðarbungu.Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4 – 6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um…