Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum

Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt hefur verið sett upp innri lokun á vegi 910 við Vaðöldu.

Þessi ákvörðun verður endurskoðuð um leið og nýjar upplýsingar berast.

Lögreglustjórinn á Húsavík

Í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Skáli Ferðafélags Akureyrar Dreki í Drekagili. Hér hafa flestir vísindamennirnir sem vinna við rannsóknir á eldgosinu í Holuhrauni bækistöð. Mynd Ferðafélag Akureyrar.