Sigmundur Davíð heimsótti almannavarnir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum forsætis- og innanríkisráðuneyta, heimsótti almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, þriðjudaginn 10. september. Sérfræðingar almannavarna fóru yfir stöðu mála á gosstöðvunum í Holuhrauni og nýjustu upplýsingar um hegðun Bárðarbungu.

Forsætisráðherra sagði frá þeirri ákvörðun sinni að skipaður hefði verið sérstakur viðbragðshópur ráðuneytisstjóra sem yrði í nánu og reglulegu sambandi við þær stofnanir sem vinna við vöktun og viðbragð atburðanna.

Í samtali við blaðamann Vísir.is, eftir fundinn sagði Sigmundur:

Við fórum yfir viðbragðsáætlun við miðsmunandi sviðsmyndum og svo mun ríkisstjórnin funda á eftir og fara yfir þetta. Sérstakur hópur ráðuneytisstjóra tekur til starfa og verður í mjög nánu sambandi við Almannavarnir og aðra sem að þessu koma. Hópurinn tekur til starfa núna þar sem við teljum tilefni til að fylgjast nánar með þessu dag frá degi.“

„Þó er rétt að leggja áherslu á það að allt það sem byggt hefur upp í kringum almannavarnir á Íslandi, og eins þessi mikla þekking sem er til staðar hjá vísindamönnum okkar, veldur því að maður er þrátt fyrir allt tiltölulega rólegur yfir ástandinu því ég tel að menn geti brugðist við hverju sem er, sama hver þróunin verður.“

Fréttina á Vísi.is má finna hér.

Jóhannes Tómasson, aðstoðarmaður Sigmundar, tók meðfylgjandi myndir á fundinum.

Forsætis_SST_Mynd_Johannes_Tomasson_20140910

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, heimsótti Stjórnstöð almannavarna í Skógarhlíð. Á myndinni eru, auk Sigmundar, Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, Jón Bartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og Björn Oddsson jarðfræðingur hjá almannavörnum. Mynd Jóhannes Tómasson.

Forsætis_SST_Mynd2_Johannes_Tomasson_20140910

Björn Oddsson jarðfræðingur hjá almannavörnum fór yfir stöðuna í Bárðarbungu. Mynd Jóhannes Tómasson.