Myndir úr vísindamannaflugi almannavarna og Veðurstofunnar

Starfsmaður almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og vísindamenn Veðurstofu Íslands flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudaginn var. Eitt af megin verkefnum ferðarinnar var að koma fyrir nýjum GPS mæli á toppi Bárðarbungu. Mælirinn er nú þegar farinn að senda frá sér gögn sem staðfesta að askja Bárðarbungu er að síga um tugi sentimetra á sólarhring.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í ferðinni.

IMG_1380

Mynd almannavarnadeild.

IMG_1443

Horft yfir Dyngjujökul, gosmökkurinn ber við himinn. Mynd almannavarnadeild.

IMG_1493

TF-SYN í Kverkfjöllum. Gosmökkurinn í fjarska. Mynd almannavarnadeild.

IMG_1500

Veðurstöð og vefmyndavél í Kvekfjöllum. Mynd almannavarnadeild.

IMG_1528

Kverkfjöll. Mynd almannavarnadeild.

IMG_1565

TF-SYN á toppi Bárðarbungu. Vísindamenn vinna við að taka niður veðurstöð. Mynd almannavarnadeild.

IMG_1585

Sigketill í Dyngjujökli. Mynd almannavarnadeild.

IMG_1594

Dyngjujökull og Kverkfjöll. Mynd almannavarnadeild.

IMG_1619

Sprungur í yfirborði Dyngjujökuls. Mynd almannavarnadeild.

IMG_1632

Urðarrani í Dyngjujökli. Mynd almannavarnadeild.