Gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands

Stöðugt er unnið að því að uppfæra og bæta spákort Veðurstofu Íslands á dreifingu gas efna frá eldgosinu í Holuhrauni. Kortið hér fyrir neðan sýnir líklega gasdreifingu í dag og kortið þar fyrir neðan sýnir líklega gasdreifingu á morgun, sunnudag 21. september. Spákortin má finna á vef Veðurstofunnar.

Í síðunni má einnig lesa textaspá sem lesin er með veðurfréttum í dag. Einnig er hægt að senda inn tilkynningu á vef Veðurstofunnar ef fólk verður vart við brennisteinsmengun. Eins og sjá má á kortinu, neðst í þessari færslu, hefur fólk fundið fyrir brennisteinsmengun um allt land. Fólk er einning hvatt til þess að kynna sér upplýsingar Umhverfisstofnunar á síðunni www.loftgæði.is

eldgos_mengun_dagur_20140920

Gasdreifingarspá fyrir 20. september 2014. Kort Veðurstofa Íslands.

eldgos_mengun_dagur2_20140920

Gasdreifingarspá fyrir 21. september. Kort Veðurstofa Íslands.

 

Screen Shot 2014-09-20

Tilkynningar almennings um gasmengun. Kort Veðurstofa Íslands.