Mikil móða leggur nú yfir suðvesturland

Upplýsingar hafa borist almannavörnum að töluverða móðu leggi nú yfir suðurland og Reykjanes. Samkvæmt sjálfvirkum mæli í Þjórsárdal fer gildi brennisteinsdíoxíðs hækkandi á því svæði og stendur mælirinn nú í 1500 míkrógrömmum á hvern rúmmetra lofts. Eins má sjá á nýlegri loftmynd frá Veðurstofu Íslands hvernig móðan frá gosstöðvunum dreifir úr sér til suðvesturs.

Almenningur er hvattur til þess að vera á varðbegi gagnvart mengun frá gosstöðvunum og kynna sér tilmæli Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má hér á síðunni.

Thorsardalur_1610_20141010

Modis_Iceland_20141010

Mynd sem tekin er úr MODIS gervitunglinu í dag 10. 10. 2014 sem sýnir móðu frá gosstöðvunum í Holuhrauni yfir suðurlandi og Reykjanesi. Mynd Veðurstofa Íslands.