Aukin SO2 mengun á nokkrum stöðum á Norðaustur- og Suðausturlandi

Nú í morgun hefur styrkur SO2 farið hækkandi á nokkrum stöðum á Norðaustur-og Suðausturlandi. Í Jökuldal, Borgarfirði eystri og Skaftafelli eru mælar, sem ekki eru nettengdir og hafa borist upplýsingar um hækkandi mengunargildi frá þessum stöðum í morgun. Sérstaklega hár toppur var mældur í Jökuldalnum upp úr hádeginu og voru send SMS viðvörunarboð í farsíma á það svæði. Íbúar eru hvattir til að fylgja leiðbeiningum á vefsíðum Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is og Umhverfisstofnunar www.ust.is um áhrif loftgæða á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum.

Holuhraun_BrynjarFriðriksson_20140912