Hækkandi mengunargildi á Ísafirði

Nú í kvöld hefur styrkur SO2 farið hækkandi á Ísafirði. Ekki er nettengdur mælir á Ísafirði en færanlegur mælir á staðnum sýnir að mengun er talsverð. Íbúar eru því hvattir til að kynna sér leiðbeiningar á vefsíðum Umhverfisstofnunar og Landlæknisembættisins um áhrif loftgæða á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosinu. Til að minnka áhrif mengunar innandyra er íbúum ráðlagt að loka gluggum og hækka í ofnum.
Sjá einnig ýmsar upplýsingar hér: Mengun/Loftgæði

eldgos_mengun_dagur1_20141015