Samhæfingastöðin í Skógarhlíð er í sambandi við vísindamenn sem eru staddir við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Nú er mikill órói á gossvæðinu og eru allir vísindamenn að fara af svæðinu. Þeim tilmælum hefur einnig verið komið til fjölmiðlamanna að fara af svæðinu. SMS skilaboð hafa verið send á alla farsíma á svæðinu. Hér er um varúðarráðstöfun…
Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Skjálftavirkni heldur áfram, um 160 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Flestir skjálftar mælast á nyrsta hluta Dyngjujökuls. Kl. 03:08 mældist skjálfti að stærð 5,5 norðantil í Bárðarbunguöskjunni. GPS mælingar sýna að…
Eldgosið í Holuhrauni er enn öflugt. Nýjustu fréttir frá vísindamönnum á staðnum staðfesta að gosið hegðar sér með líkum hætti og það hefur gert síðustu tvo daga. Töluvert hraun rennur frá gossprungunni og er talið að hraunið sé nú rúmir 6 ferkílómetrar. Jarðskjálftavirkni á svæði er enn mjög öflug. Í nótt varð skjálfti í Bárðarbungu…
Eftirfarandi mynd og texti er fengin frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. InSAR aðferðin er notuð til þess að meta hreyfingu jarðskorpunnar og þá þennslu sem orðið hefur vegna jarðhræringanna sem staðið hafa í Bárðarbungukerfinu frá 16. ágúst 2014. InSAR aðferð (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, bylgjuvíxlmælingar) gerir kleift að meta jarðskorpuhreyfingar. Bylgjumunstur sýnir hreyfingar…
Ljósmyndarinn Einar Guðmann hefur birt fjölda mynda af eldgosinu í Holuhrauni á heimasíðu sinni. Skiljanlega er ekki hægt að hlaða niður myndum af síðunni en myndirnar má sjá hér: Photos.gudmann.is Myndin hér fyrir neðan er hins vegar tekin af Ármanni Höskuldssyni jarðvísindamanni sem var einn af þeim fyrstu til að festa gosið á filmu.
Staðfest er að eldgos sé hafið að nýju í Holuhrauni. Talið er að gosið hafi hafist kl 5:15 í nótt, 31. ágúst 2014. Gosið er í sömu sprungu og gaus á föstudaginn en gossprungan er þó töluvert lengri en þá og teygir sig bæði lengra til norðurs, um 500 metra, og til suðurs. Hraun rennur…
Hér má sjá staðsetningu eldgosins í Holuhrauni norðan Dyngjökuls. Staðsetningin er fengin frá RUV og er enn sem komið er óstaðfest. Hlekkur á Google Maps er hér.