TAG -Bárðarbunga

Eldgos hafið í Holuhrauni

Rétt eftir miðnætti hófst gos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 100 metra sprungugos á sprungu í norðaustur og suðvestur. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið hafa við geru skammt frá gosinu og fylgjast með því í öryggri fjarlægð. Áætlað flug TF-SIF er klukkan…

Fundir vegna jarðskjálftahrinunnar við Bárðarbungu og fréttir úr eftirlitsflugi TF-SIF

Í kvöld klukkan 20:00  er fyrirhugaður íbúafundur í Ljósvetningabúð með lögreglustjóranum á Húsavík,  fulltrúum almannavarna, Veðurstofunnar og öðrum hagsmunaaðilum. Farið verður yfir málefni er varða jarðskjálftahrinuna við Bárðarbungu, viðbúnað og viðbrögð og fyrirspurnum íbúa um málið svarað. Í morgun var daglegur stöðufundur með viðbragðs- og hagsmunaaðilum í húsnæði björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Þá var fundur í vísindamannaráði almannavarna en þar…

Mynd úr TF-SIF af Holuhrauni norðan Dyngjujökuls

Í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir Vatnajökli í dag, miðvikudag 27. ágúst,  sáu vísindamenn sigketil sem talin er vera á vatnaskilum Bárðarbungu og Grímsvatna. Sigketillinn er talinn vera 4-6 km langur og um 10-15 metra djúpur. Ljóst er að umtalsvert magn af vatni hefur bráðnað, eða er að bráðna, á jöklinum og því talin hætta…

Af vef Veðurstofu Íslands

Í flugi vísindamanna HÍ og VÍ yfir Vatnajökul í kvöld greindust röð sigkatla, 10-15 m djúpra, sem mynda 4-6 km línu suður af Bárðarbungu. Katlarnir hafa myndast af völdum mikillar bráðnunar, mögulega eldgoss, óvíst hvenær. Hefðbundinn gosórói hefur ekki greinst á jarðskjálftamælum sem stendur. Verið er að fara yfir þessi gögn. Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni…