TAG Holuhraun

Gosið í Holuhrauni er stöðugt

Eldgosið í Holuhrauni er enn öflugt. Nýjustu fréttir frá vísindamönnum á staðnum staðfesta að gosið hegðar sér með líkum hætti og það hefur gert síðustu tvo daga. Töluvert hraun rennur frá gossprungunni og er talið að hraunið sé nú rúmir 6 ferkílómetrar. Jarðskjálftavirkni á svæði er enn mjög öflug. Í nótt varð skjálfti í Bárðarbungu…

Landfærsla á svæðinu í kringum Holuhraun mæld með gervitunglum

Eftirfarandi mynd og texti er fengin frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. InSAR aðferðin er notuð til þess að meta hreyfingu jarðskorpunnar og þá þennslu sem orðið hefur vegna jarðhræringanna sem staðið hafa í Bárðarbungukerfinu frá 16. ágúst 2014. InSAR aðferð (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, bylgjuvíxlmælingar) gerir kleift að meta jarðskorpuhreyfingar. Bylgjumunstur sýnir hreyfingar…

Eldgos hafið í Holuhrauni

Rétt eftir miðnætti hófst gos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 100 metra sprungugos á sprungu í norðaustur og suðvestur. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið hafa við geru skammt frá gosinu og fylgjast með því í öryggri fjarlægð. Áætlað flug TF-SIF er klukkan…

Mynd úr TF-SIF af Holuhrauni norðan Dyngjujökuls

Í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir Vatnajökli í dag, miðvikudag 27. ágúst,  sáu vísindamenn sigketil sem talin er vera á vatnaskilum Bárðarbungu og Grímsvatna. Sigketillinn er talinn vera 4-6 km langur og um 10-15 metra djúpur. Ljóst er að umtalsvert magn af vatni hefur bráðnað, eða er að bráðna, á jöklinum og því talin hætta…