TAG Jarðvísindastofnun HÍ

Myndir úr leiðangri almannavarna og vísindamanna að gosstöðvunum í Holuhrauni

Á þriðjudaginn var, 11. nóvember, flugu starfsmenn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ að gosstöðvunum í Holuhrauni. Markmið ferðarinnar var að kanna framgang gossins, taka sýni úr hraunjaðrinum og síðast en ekki síst að grafa GPS stöðina í öskju Bárðarbungu upp úr snjónum sem fallið hefur á jökulinn síðustu vikurnar. GPS stöðin var að…

Hvað er Bárðarbunga stór?

Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir M5,0 að stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er…

Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær…

Eldgosið í Holuhrauni – myndir

Ekkert lát virðist vera á eldgosinu í Holuhrauni. Hraunbreiðan stækkar enn og samkvæmt nýjustu mælingum er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Samkvæmt vísindamönnum á vettvangi rennur hraunið nú norðan við hraunjaðarinn til norðausturs. Enn kemur mikið upp af brennisteinsdíoxíði með eldgosinu. Vísindamenn á vettvangi telja að 90% gas efnanna komi upp um gígana en aðeins…

Bárðarbunga heldur áfram að síga

Vísindamenn og fulltrúar almannavarna flugu í dag yfir Bárðarbungu með flugvél ÍSAVÍA, TF-FMS. Mælingar sýna að yfirborð jökulsins hefur sigið um 2,5-3 metra frá því á laugardag, eða um 80-90 cm á dag. Frá því jarðhræringarnar hófust 16. ágúst síðastliðinn hefur askja Bárðarbungu sigið um 18,5 metra. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar lýsa atburðunum sem hægu öskusigi. Kortið…

Nýjar myndir og kort með upplýsingum um eldgosið í Holuhrauni

Hér fyrir neðan eru nokkur kort frá vísindamönnum Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Fyrsta kortið sýnir sig yfirborðs Bárðarbungu. Mælingar sýna að yfirborð jökulsins hefur lækkað um 15 metra og er það mesta jarðsig sem mælst hefur frá því mælingar hófust fyrir rúmum 50 árum. Næsta mynd er tekin úr gervitungli NASA og sýnir…